Þróttur í 2. deild eftir glæstan sigur á Reyni

Þróttur Vogum vann sannfærandi sigur á Reyni Sandgerði á Vogabæjarvellinum í Vogum. Með sigrinum tryggði Þróttur sér sæti í 2. deild að ári og fengu afhent silfurverðlaun Knattspyrnusambands Íslands í leikslok. Reynismenn eru hins vegar fallnir úr þriðju deildinni.

Þróttur vann leikinn gegn Reyni með fimm mörkum gegn engu. Markaskorarar Þróttar voru þeir Marteinn Pétur Urbancic með mark á 4. mínútu, Shane Haleymeð mark á 11. mínútu, Garðar Benediktsson með mark á 72. mínútu, Tómas Ingi Urbancic með mark á 88. mínútu og Anton Ingi Sigurðarson með mark á 90. mínútu leiksins.

Mikið var fagnað í leikslok, flugeldum skotið á loft og sungið hástöfum, enda Þróttur Vogum að ná sínum besta árangri og tryggja sér sæti í 2. deild að ári.

 

http://www.vf.is/ithrottir/throttur-i-2-deild-eftir-glaestan-sigur-a-reyni/80798

 

http://fotbolti.net/news/17-09-2017/flugeldum-skotid-a-loft-thegar-throttur-v-komst-upp-i-2-deild

 

 

 

IMG_1306 sigri fagnað 1 Sigri fagnað

Þróttarabolti á laugardögum í vetur 30+ og stundum -5.

Þróttarabolti á laugardögum í vetur 30+ og stundum -5.

Sjöunda árið í röð oldboys Þróttar kl. 10:10 til 11:00.

Innifalið í verði:
Verðum með brönz fyrir áramót.
Fyrir þá sem vilja, geta tekið þátt í 1×2 starfi Þróttar.
Ölhittingur yfir knattspyrnuleik.
Verðlaun og viðurkenningar í lokin.
Pottur og kaffi eftir bolta.

Frábær félagskapur og allir velkomnir!

IMG_0776

Tökum þátt í okkar samfélagi (Félagskaffi Þróttar 2017-2018)

Þróttur Vogum auglýsir opið alla laugardaga í vetur milli 11-13 í Vogabæjarhöllinni/Íþróttahúsi.

Við hjá Þrótti Vogum ætlum að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Íþróttamiðstöðinni Vogum alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.

Við byrjum formlega næsta laugardag 30. september. Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið. Hlökkum til að sjá þig.
Einnig bjóðum við uppá innanfélagsleik hjá okkur fyrir þá sem vilja.

Hlökkum til að sjá ykkur !!!!

Þarftu að komast í grúppuna ???

Þróttarar eru með grúppusíður inná facebook fyrir, júdó, sund og knattspyrnu.

Hægt er að sækja um aðild að þessum síðum svo framarlega sem skráning iðkenda liggur fyrir.

Einnig er hægt að adda Ungmennafélaginu á facebook og senda tölvupóst á throttur@throttur.net og óska eftir aðgangi.

Þjálfarar leyfi til að adda og samþykkja foreldra.

Hægt er að nálgast grúppurnar á heimasíðu Þróttar.

Mánudagurinn 18. sept !

Frá og með mánudegi 18. sept verða þjálfarar í öllum greinum með mætingarlista skráðra iðkenda hjá Þrótti. Því er mikilvægt að foreldrar skili skráningarblaði tímanlega.

Öll börn í sveitarfélaginu fengu blað með sér heim og einnig er hægt að nálgast nýtt blað í afgreiðslu Vogabæjarhallar/Íþróttamiðstöð eða á heimasíðu UMFÞ.

 

Lokahóf Þróttar.

Lokahóf Þróttar auglýsingKnattspyrnudeild Þróttar hefur haft þann sið síðustu árin að halda lokahóf sitt sama dag og síðasti leikur liðsins fer fram.

Lokaumferð 3. deildar karla.

Fyrir leikinn eru liðin á ólíkum slóðum. Eftir síðustu umferð varð það ljóst að nágrannar okkar í Reyni Sandgerði myndu falla úr 3. deildinni. Það er miður, en þeir munu stíga upp fljótt aftur, vitið til.

Við Þróttarar eigum hins vegar möguleika á því að tryggja okkur annað sætið í deildinni með hagstæðum úrslitum, en til þess þurfum við stuðning, allan þann stuðning sem í ykkur býr!
Mætingin í sumar hefur verið frábær, og gladdi marga að sjá hversu margir komu að styðja liðið okkar í Egilshöllinni um síðustu helgi. Byggjum ofan á það sem komið er, og bætum í.
Þetta er síðasti leikurinn í sumar, allt eða ekkert. Komum og styðjum okkar menn til sigurs!

ÁFRAM ÞRÓTTUR!

Kæru stuðningsmenn, þið hafið verið frábærir í allt sumar. Þið eigið skilið að skemmta ykkur. Hvar? Nú hvar annars staðar en með okkur..á
Lokahófi meistaraflokks Þróttar Vogum,
sem verður haldið Laugardaginn 16. September.

Húsið opnar kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00 – Fabrikkan sér um að elda ofan í okkur eins og Fabrikkan kann best.

Veislustjórn verður í öruggum höndum Eðvalds Atla Bjarnasonar.

Vignir Már Eiðsson mun lesa fyrir okkur óútgefin ljóð, samin af honum sjálfum ásamt því að halda uppi stuði.
Hallur Ásgeirsson marka- og félagsskiptakóngur mun grípa í gítarinn.

Árlega uppboðið verður á sínum stað – Vinningar ekki af verri endanum, það er víst.

Frábær verðlaunaafhending – veitt verða verðlaun fyrir besta leikmann, markahæsta, efnilegasta, besta stuðningsmanninn/konuna o.fl.

Verð 2.500 kr.
Miðasala: senda okkur skilaboð hér á Facebook, eða með því að hafa samband við Martein í síma 865-3722 eða á netfanginu: marteinn@throttur.net
(Fyrir Gull-, Silfur- og Platínumkorthafa er nóg að sýna kortin)

Sjáumst öll á laugardaginn og gerum okkur glaðan dag!

Áfram Þróttur

Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar í knattspyrnu verður haldin föstudaginn 8. september næstkomandi.

MUNA SKRÁ BÖRNIN INNÁ GRÚPPUSÍÐUM!

Hátíðin sem hefst kl. 14:00 verður á Vogabæjarvelli. Iðkendur eru beðnir um að mæta í Þróttaralitnum og í fótboltaskóm. Knattþrautir verða fyrir alla og spilaður fótbolti.

Á eftir verða grillaðar pylsur og safi handa öllum. Iðkendur og foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta. Ef illa viðrar verður hátíðin flutt inn í Vogabæjarhöll.

Óskum eftir tveimur sjálfboðaliðum (foreldrum) frá hverjum flokki til að halda utan um grillið.

Sjáumst hress!

Bæklingur fyrir starfsárið 2017 – 2018 og skráningarblað.

Hér er hægt að nálgast bækling fyrir starfsárið 2017 – 2018 og prenta út skráningarblað.

Þjálfarar félagsins ætla á næstu dögum að heimsækja skólann og kynna sig. Einnig fá nemendur skráningarblöð til að taka með sér heim.

Þátttaka í íþróttum og tómstundum getur skipt sköpum!!!

 

Skráningarblað starfsárið 2017-2018

Starfsár 2017 – 2018

 

 

 

 

 

Íþróttaskóli barna í umsjón Bryndísar og Díönu…Á LAUGARDÖGUM!

Íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri tekur nýjum hæðum starfsárið 2017/18.

Díana Karen og Bryndís Björk sjá um Íþróttaskólann á laugardögum í vetur ( 8. vikna námskeið fyrir áramót og aftur eftir áramót )

Díana Karen er 25. ára stundaði fimleika á sínum yngri árum. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Díana þjálfað til átta ára og lét að störfum hjá Fimleikadeild UMFG í vor.

Bryndís Björk er 26. ára stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum og hefur einnig verið að þjálfa síðustu árin með hléum á milli.

Skráningar hefjast í byrjun september.

Við reiknum með metþátttöku og verður skólinn fyrir börn búsett í Vogum og utan Voga.

 

Myndin er í eigu Bryndísar.

Díana og Bryndís

vinavika-throttar

Starfsárið 2017 – 2018

Kæru Þróttarar.

Mánudaginn 28. ágúst kemur út bæklingur á rafrænu formi fyrir starfsárið 2017 – 2018.

Við hvetjum alla forráðamenn iðkenda hjá Þrótti að kynna sér vel foreldrahandbók UMFÞ fyrir komandi starfsár.

 

Færslusafn