Grótta-Þróttur V í bikarnum.

Stórleikur í bikarkeppni HSÍ í fyrstu umferð.

Stuðningsmenn Þróttar ætla fjölmenna á Rauðaljónið á Eiðistorgi kl. 18:15. Þar geta fullornir fengið sér fullorðins drykki og börnin geta fengið sé burger. Leikurinn hefst klukkan 19:30.

Kæru Vogamenn. Það er algjör skyldumæting á Seltjarnarnesið eftir rúma viku og við ætlum að hjálpa strákunum okkar í næstu umferð.

Áfram Þróttur

Við erum 84. ára í dag

Ungmennafélagið Þróttur var stofnað 23. október 1932 en um aldamótun 1900 hafði verið starfandi ungmennafélag í Vatnsleysustrandar-hreppi en það hafði lagst af 1920.
Í fyrstu stjórn UMFÞ voru: Jakob A Sigurðsson frá Sólheimum (formaður), Helgi Magnússon frá Sjónarhóli, Einar Samúelsson frá Austurkoti í Vogum, Pétur G Jónsson frá Nýja bæ í Vogum og Guðmundur B Jónsson frá Brekku í Vogum.

Á öðru starfsári félagsins var ráðist í að byggja félagsheimili í samstarfi við Kvenfélagið Fjólu. Um jólin 1933 var nýja húsið vígt og fékk nafnið Kirkjuhvoll og stendur það húsið uppi enn í dag á Vatnsleysuströnd. Tuttugu árum síðar keypti UMFÞ, Kvenfélagið Fjóla og Vatnsleysustrandarhreppur samkomuhúsið Glaðheima í Vogum sem stóð við Vogagerði 21-23.

UMFÞ hefur frá upphafi haldið út blaði sem nefndist Vitinn. Blaðið er í bókarformi sem gengur á milli félagsmanna (ritstjóra) og þeir skrifuðu ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks. Búið er að ljósrita upp úr bókunum og binda inn þannig að þær eru aðgengilegar auk þess sem bækurnar eru varðveittar á Landsbókasafni.

Ýmis menningar- og félagsmál hafa verið á vegum UMFÞ í gegnum tíðina. Félagið hefur m.a. rekið unglingaskóla og staðið fyrir í ýmiskonar menningarviðburðum í sveitarfélaginu. Íþróttastarf er nú fyrirferðamest innan félagsins og stunda börn og unglingar innan félagsins en megináhersla er lögð á sund, knattspyrnu og júdó.

(byggt á Mannlíf og Mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund B Jónsson)

Fótboltinn fer á stað með krafti.

Frábær þátttaka hefur verið í fótboltanum síðustu daga. Þar hefur yngri iðkendum gefist kostur á að prófa æfingar og er síðasti dagur til að prófa á morgun (föstudag) Þá taka við skráningar og þurfa allir iðkendur að skila skráningarblaði fyrir föstudaginn 21. október.

8. flokkur blandað (8) Fjöldi á prufuæfingum.
7. flokkur kvenna (9)
7. flokkur karla (12)
6. flokkur kvenna (4)
6. flokkur karla (15)
5. flokkur kvenna (5)
5. flokkur karla (14)
4. flokkur karla (6)
3. flokkur kvenna. Æfingar hefjast á næstu dögum.

Brynjar yfirþjálfari barna og unglingastarfs Þróttar í knattspyrnu byrjaði hjá okkur 1. október sl. Það eru komnar nýjar áherslur og er Binni að teikna upp starfið og verður fundur með öllum foreldrum í byrjun nóvember. Það verða tveir þjálfarar á flestum æfingum starfsárið 2016-17. Markmið okkar verður að senda yngriflokkana á öll stærstu sumarmótin og senda sem flesta flokka á íslandsmót. Markmið Þróttar verður að þróa öflugt barna og unglingastarf þar sem vel menntaðir þjálfarar stýra starfinu.

Keflavíkurmótin eru í nóvember og ætlar Þróttur að senda eftirfarandi flokka 7, flokk kvenna og karla, 6, flokk karla, 5, flokk kvenna og karla. Þróttur ætlar að sameina 5, og 6, flokk kvenna í vetur. Einnig stendur til að heimsækja 7, og 8, bekk í næstu viku og stofna 4. flokk kvenna.

Þjálfarar í vetur verða:

Brynjar Gestsson, Elvar Freyr, Aníta og Sædís.055

Æfingatímar yngriflokka í knattspyrnu 2016-2017

Æfingatímar yngriflokka í knattspyrnu

(Viltu prófa fótbolta ? Opnir tímar fyrir alla vikuna 3. okt til 10. okt)

8. flokkur blandað 2011 og fyrr

Þriðjudagar kl. 17:15 Vogabæjarhöllin

Þjálfarar: Aníta og Sædís

https://www.facebook.com/groups/516946578332978/

7. flokkur kvenna 1 – 2 bekkur

Þriðjudagar kl. 18:00 Vogabæjarhöllin
Miðvikudagar kl. 17:00 Vogabæjarhöllin

Þjálfarar: Aníta og Sædís

https://www.facebook.com/groups/550558318478806/

7. flokkur karla 1 – 2 bekkur
Þriðjudagar kl. 15:00 Vogabæjarhöllin
Miðvikudagar kl. 14:00 Vogabæjarhöllin

Þjálfari: Brynjar Gestsson

https://www.facebook.com/groups/327218470693281/

6. flokkur kvenna 3 – 4 bekkur

Mánudagar kl 15:00 Sparkvöllur
Miðvikudagar kl. 16:00 Vogabæjarhöllin
Föstudagar kl. 15:30-16:30 Vogabæjarhöllin

Þjálfari: Brynjar Gestsson

Ekki búið að stofna grúppu.

6. flokkur karla 3 – 4 bekkur

Mánudagar kl. 16:00 Sparkvöllur
Fimmtudagar kl.16:00 Vogabæjarhöllin
Föstudagar kl. 14:00 Vogabæjarhöllin

Þjálfari Brynjar Gestsson

https://www.facebook.com/groups/372475799494762/

5. flokkur kvenna 5 – 6 bekkur

Mánudagar kl. 16:00 Vogabæjarhöllin
Þriðjudagar kl. 14:00 Sparkvöllur
Miðvikudagar kl. 15:00 Vogabæjarhöllin

Þjálfari Elvar Freyr

https://www.facebook.com/groups/1048151721884048/

5. flokkur Karla 5 – 6 bekkur

Mánudagar kl. 17:00 Vogabæjarhöllin
Þriðjudagar kl. 16:00 Vogabæjarhöllin
Miðvikudagar kl. 17:00 Sparkvöllur

Þjálfari: Brynjar Gestsson

https://www.facebook.com/groups/344342632406360/

4. flokkur karla 7 – 8 bekkur

Mánudagar kl. 18:00 Vogabæjarhöllin
Fimmtudagar kl. 18:30 (90. mín) íþróttamiðstöðin Garðinum
Föstudagur kl. 16:30 Vogabæjarhöllin

Þjálfari: Brynjar Gestsson

Fjórði flokkur verður með sameiginlegt lið með Reyni/Víðir. Nú þegar er búið að senda skráningu í Faxaflóamótið sem hefst á næstu dögum. Reynir/Víðir/Þróttur Vogum verður heiti liðsins og verður foreldrafundur hjá okkur þriðjudaginn 11. október. Fyrsta sameiginlega æfingin í Garði verður fimtmudaginn 13. okt. Þjálfari þróttar verður á sameiginlegu æfingunum

https://www.facebook.com/groups/1639493629644983/

3. flokkur kvenna 9 – 10 bekkur

Það er sameiningarferli í gangi á milli Þróttar Vogum og RKV sem er sameiginlegt kvennasamstarf á milli félaganna Reynir/Keflavík/Víðir. Æfingar verða 3x í viku í Reykjaneshöllinni næsta vetur. Félögin hittast á fundi á næstu dögum og þá liggur endanleg niðurstaða með hvaða hætti samstarfið verður. Þegar þetta er ritað þá liggur ekki fyrir á hvaða dögum verða æfingar né hver verður þjálfari flokksins. Stefnt er að klára þetta fyrir 1. október.

https://www.facebook.com/groups/740010106127992/

Nýráðinn yfirþjálfari barna og unglingastarfs Þróttar er Brynjar Gestsson.

Brynjar er 42. ára hefur lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun og er íþróttafræðingur að mennt. Þróttur Vogum hefur undanfarið leitað leiða til styrkja og efla starfsemi yngri flokka félagsins. Brynjar mun sinna þjálfun og skipulagi yngri flokkanna ásamt þjálfun meistaraflokks karla.
Helstu verkefni Brynjars verður að móta starfið til framtíðar. Efla uppeldis og afreksstarfið hjá yngriflokkunum. Uppbygging yngri flokkanna er fjöregg félagsins.

Markmið næsta sumars verður að senda lið í 7. manna bolta bæði stelpur og stráka á stærri sumarmót ársins í sem flestum flokkum. Orkumótið í Eyjum, N1 mótið Akureyri, Símamót Breiðabliks, Króksmótið fyrir norðan og Pæjumótið í Eyjum. Sé næg þátttaka eru okkur allir vegir færir.

Foreldrafundur verður hjá öllum yngriflokkum í nóvember þar sem farið verður yfir dagskrá vetrarins og sumarmótin kynnt fyrir foreldrum.

Binni eins og hann er kallaður verður með netfangið binni@throttur.net og verður það komið í notkun 3. okt.

Félagskaffið á laugardögum !

Félagskaffið á laugardögum !

Við hjá Þrótti Vogum ætlum að efla félagsstarfið enn frekar hjá okkur í vetur og verðum með opið hús í Vogabæjarhöllinni alla laugardaga í vetur milli kl. 11 og 13. Þangað geta allir komið í kaffi, hitt gamla félaga og kynnst nýjum úr okkar skemmtilega hópi.

Við byrjum formlega laugardaginn 24. september. Enn fremur geta allir tekið þátt í innanfélagsleik okkar í getraunum og sýnt snilli sína á því sviði. Kunnir þú ekki að tippa þá eru sérfræðingar okkar boðnir og búnir að aðstoða þig. Hafir þú ekki áhuga á að tippa er það líka í góðu lagi svo framarlega sem þú mætir með góða skapið. Hlökkum til að sjá þig.

 

Getraunadeild Þróttar !

Binni Gests vertu velkominn í Þróttarafjölskylduna…

Brynjar Gestsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Þróttar Vogum og meistaraflokks Þróttar. Brynjar er 42. ára hefur lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun og er íþróttafræðingur.

Brynjar hefur mikla reynslu í þjálfun, hefur m.a. þjálfað hjá Fjarðabyggð, Víði, ÍR, Þrótti R, Huginn, auk þess að hafa leikið í meistaraflokki með FH, Haukum og fleiri liðum.

Brynjar sem er uppalinn FH-ingur starfaði síðast hjá Þrótti Reykjavík þar sem hann var yfirþjálfari yngriflokka og aðstoðarþjálfari meistaraflokks Þróttar.

Þróttur Vogum hefur undanfarið leitað leiða til styrkja og efla starfsemi yngri flokka félagsins. Brynjar mun sinna þjálfun og skipulagi yngri flokkanna ásamt þjálfun meistaraflokks karla. Helstu verkefni Brynjars verður að móta starfið til framtíðar. Efla uppeldis og afreksstarfið hjá yngriflokkunum.

Uppbygging yngri flokkanna er fjöregg félagsins og ráðning þessi staðfestir að félagið ætlar sér stærri hluti á komandi árum. Þróttur Vogum býður Binna hjartanlega velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins.

 

binni-gest

Kynningar á hinum ýmsu íþróttagreinum til eflingar á hreyfingu ungmenna í  Sveitarfélaginu Vogum fyrir 6 – 10 bekk.

Samstarf Ungmennafélagsins Þróttar og Félagsmiðstöðvar.

Kynningar á hinum ýmsu íþróttagreinum til eflingar á hreyfingu ungmenna í
Sveitarfélaginu Vogum fyrir 6 – 10 bekk.

Öll dagskrá verður í íþróttasal Vogabæjarhallar klukkan 18:00 til 19:00.

Þriðjudaginn 27.september
Opinn tími í Júdó hjá Arnari þjálfara.
Miðvikudaginn 28. september
Borðtenniskvöld.
Þriðjudagurinn 11.október
Opinn tími í Júdó hjá Arnari þjálfara.
Miðvikudaginn 12. október
Badmintonkvöld.
Miðvikudaginn 26. október
Opinn tími í íþróttasal þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Miðvikudaginn 9. nóvember
Handboltakynning.
Miðvikudaginn 23. nóvember
Körfuboltakynning.

Hvetjum alla til þess að mæta á þessi kvöld, hafa gaman og kynna sér þessar
íþróttagreinar sem í boði eru.
Ungmennafélagið Þróttur og félagsmiðstöðin Boran.

Lokastaða 3. deildar 2016.

2Þróttarar lögðu nágranna sína úr Sandgerði í síðastu umferð 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag. Lokatölur urðu 4-3 fyrir Vogamenn í skemmtilegum markaleik. Víðismenn, sem þegar höfðu tryggt sér sæti í 2. deild á næsta ári sigruðu í sínum lokaleik.

Þróttur komust í 0-2 með mörkum Elvars Freys Arnþórssonar og Tómasar Inga Urbancic en Sandgerðingar jöfnuðu með tveimur mörkum Þorsteins Þorsteinssonar og Róberts F. Samaniego. Þá kom Magnús Ólafsson inn á hjá Þrótti og skoraði stuttu síðar og kom þeim í 2-3. Tómas Ingi bætti við fjórða markinu tveimur mínútum síðar en Sandgerðingar áttu síðastas orðið í leiknum þegar þeir minnkuðu muninn í 3-4 með marki Birgir Freys Sigurðssonar.

Sandgerðingar enduðu í 6.-7. sæti deildarinnar en Þróttarar í 5. sæti.

FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Tindastóll 18 17 0 1 45 – 9 36 51
2 Víðir 18 14 1 3 43 – 21 22 43
3 Einherji 18 9 2 7 38 – 30 8 29
4 Kári 18 9 1 8 36 – 31 5 28
5 Þróttur V. 18 8 3 7 35 – 30 5 27
6 Reynir S. 18 6 3 9 30 – 38 -8 21
7 Vængir Júpiters 18 6 3 9 26 – 38 -12 21
8 Dalvík/Reynir 18 4 5 9 22 – 32 -10 17
9 KFR 18 4 3 11 25 – 37 -12 15
10 KFS 18 1 3 14 21 – 55 -34 6

Lokahóf meistaraflokks Þróttar fór fram á laugardagskvöldið….

Eins og venja hefur verið undanfarin ár þá fór lokahóf meistaraflokks fram sama dag og síðasti leikur tímabilsins fór fram.

Leikmenn, stjórnarfólk og stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag eftir sigur á Reyni í lokaumferð 3. deildar og héldu uppá 5. sætið með myndarbrag.

Saga Garðars var með uppistand, Ella kokkaði með sinni alkunnu ástríðu, Hjálmar var veislustjóri og Elías Fannar stjórnaði tónlistinni.

Leikmaður ársins:

Jón Tómas Rúnarsson

Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna:

Hilmar Þór Hilmarsson

Efnilegasti leikmaður:

Arnar Tómasson

Markakóngur:

Tómas Ingi Urbancic með 7 mörk í 8 leikjum.

Besti félagi:

Kristinn Aron Hjartarson

Viðurkenningar fyrir 50 leiki:

Jóhann Baldur Bragason og Magnús Ólafsson

Björgvin Vilhjálmsson fékk kveðjugjöf frá félaginu. Björgvin tók að sér að stýra Þrótturum út tímabilið þegar mótið var hálfnað. Þróttur hafnaði í 5. sæti 3. deildar, er það besti árangur í sögu Þróttar.

Stuðningsmaður ársins:

Haukur Þórisson

 

hopmynd jon-tommi-arnar hilmar-thor

Opnir júdótímar fyrir bæjarbúa Á ÖLLUM ALDRI!

Tilefni þess að júdóið hefst aftur eftir sumarfrí ætlar félagið að bjóða uppá opna tíma núna á þriðjudaginn og aftur á fimmtudaginn.

Þriðjudaginn 6. september

kl. 17:00 (6 – 10 ára)
kl. 18:00 ( 11 – 99 ára)

Fimmtudaginn 8. september

kl. 17:00 (6 – 10 ára)
kl. 18:00 ( 11 – 99 ára)

Hvetjum alla bæði stelpur og stráka til að mæta og prófa æfingar hjá Arnari júdóþjálfara.

Hægt verður að skrá sig í afgreiðslu Vogabæjarhallar (Íþróttamiðstöðvar) Allir iðkendur sem mæta til leiks í júdó þriðjudaginn 13. september verða vera skráð til leiks.

Færslusafn