Skráningarblað 2018-2019

Skráning iðkenda fyrir starfsárið 2018 – 2019

Allir iðkendur þurfa að skrá sig til þátttöku og greiða æfingagjöld. Núna er aðeins
eitt gjaldtímabil í öllum greinum. Skráningar fara fram í gegnum skráningarblöð
sem hægt verður að nálgast í Vogabæjarhöllinni (Íþróttamiðstöð). Hægt er
að skila skráningarblaði í afgreiðslu Vogabæjarhallar eða skanna og senda á
netfangið throttur@throttur.net
Einnig fá nemendur í Stóru-Vogaskóla blað með sér heim 31. ágúst.

Með því að smella á linkinn geturu nálgast skráningarblaðið.

 

 

 

 

Eitthvað fyrir alla starfsárið 2018-2019

Bæklingur fyrir starfsárið 2018 – 2019 fá öll skólabörn í Stóru-Vogaskóla með sér heim á mánudag eða síðasta lagi á þriðjudag.

Einnig verður skráningarblað sem hægt verður að skilja eftir í Íþróttamiðstöð/Vogabæjarhöllinni eða senda á tölvupósti á netfangið throttur@throttur.net

Minnum foreldra á að lesa foreldrahandbók Þróttar.

 

Starfsarid_2018-2019 Foreldrahandbok_V03

Sjálfboðaliðar hjá Þrótti „Ómetanlegt“

Núna eru fjölskyldur í Vogum á fullu að undirbúa sig fyrir komandi fótboltamót barna sinna og mikil tilhlökkun í gangi. Foreldrar eru að taka mikla vinnu á sig og allt í sjálfboðaliða starfi. Stjórn félagsins langar að þakka öllu þessu frábæra fólki fyrir að gera upplifun okkar þátttakanda sem besta.

Við hvetjum foreldra til að vera dugleg að senda okkur myndir á throttur@throttur.net frá eftirfarandi mótum. ( Norðurálsmótið, Símamótið, Orkumótið og N1-mótið )

Það er mikil gleði í gangi þessa daganna. Ísland er á HM og meistaraflokkur Þróttar eru að stimpla sig inn með eftirminnilegum hætti í 2. deildinni. Þróttarar og bæjarbúar fylgja sér á bakvið sín lið.

Við erum með frábæra knattspyrnuaðstöðu og bjart fram á kvöld. Hvetjum krakkana okkar til að leika sér í bolta og herma eftir Ronaldo eða Gylfa.

Það er Þróttur í okkur öllum

Boltaskóli fyrir 1 -6 bekk-inga 14 – 16 júní

Ísland verður á HM í Rússlandi og Þróttur verður með HM gleði fyrir alla í þrjá daga ️🇮🇸️

Markmið okkar er að krakkarnir fái að upplifa HM stemmninguna beint í æð og bæti sig í fótbolta á sama tíma 🇮🇸️

Horfum saman á Ísland – Argentínu og andlitsmálning fyrir leik️ PIZZAVEISLA fyrir leik️🇮🇸️

Þjálfari frá KSÍ mætir og ætlar að bjóða uppá knattstöðvar fyrir alla ️🇮🇸️

Leikmaður úr Pepsídeildinni og leikmenn meistaraflokks Þróttar mæta í heimsókn 🇮🇸️

️Glaðningur fyrir alla️ í fánalitunum🇮🇸️

Skráningar hafa farið vel á stað og tökum við á móti skráningum til 13. júní ️

 

HM namskeid

Þakkir til þeirra sem hafa greitt félagsgjaldið fyrir 2018.

Nú hafa innheimtukröfur félagsgjalda fyrir árið 2018 verið send út og í samræmi við ákvörðun aðalfundar UMFÞ sem fram fór í febrúar verður félagsgjaldið áfram 1500kr. BIRTIST SEM VALGREIÐSLA í heimabanka félagsmanna.

Hafi félagsmenn EKKI fengið kröfu í heimabanka þá er þeim bent á að hafa samband með tölvupósti á throttur@throttur.net.

Þróttur vill hvetja þá sem eiga eftir að ganga frá æfingagjöldum fyrir áramót sl, janúar, febrúar og mars að ganga frá greiðslu æfingagjalda.

Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að hafa samband og senda tölvupóst á throttur@throttur.net.

Greiða þarf elsta greiðsluseðil.

Iðkendur UMFÞ í sundi hittust í páskafríinu…

Ef þetta er ekki metnaður þá vitum við ekki hvað… Okkar frábæri hópur innan sunddeildar UMFÞ kom saman korter fyrir páska og tók aukaæfingu. Í lokin var morgunmatur í boði Margrétar Lilju þjálfara og var mikil ánægja með þetta framtak og krakkarnir skemmtu sér frábærlega.

sundpa´ska 2018

Sundpáskaæfing

Páskamót UMFÞ

Innanfélagsmót Þróttar fór fram á dögunum. Er þetta þriðja árið í röð sem haldið er Páskamót UMFÞ.

Mikill uppgangur hefur verið Júdódeild Þróttar undir styrkri stjórn Arnars Jónssonar.

Hér má sjá myndir:Páskamót Þróttar 2018 2 Páskamót 2018

Félagsgjald 2018…

Nú hafa greiðsluseðlar vegna félagsgjalda fyrir árið 2018 verið send út og í samræmi við ákvörðun aðalfundar UMFÞ sem fram fór í febrúar verður félagsgjaldið áfram 1500kr OG BIRTIST SEM VALGREIÐSLA í heimabanka.

Lög UMFÞ 13. gr.

Allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa kjörgengi til stjórnarstarfa, tillögurétt, atkvæðisrétt og málfrelsi á aðalfundi félagsins.

Viðurkenning fyrir mætingu á flestar æfingar….

Á dögunum voru veittar viðurkenningar fyrir góða mætingu á tímabilinu 15. janúar til 10. mars.

Um var að ræða 4. – 7. flokk í knattspyrnu. Eldri og yngri í sundi og júdó. Var verkefnið auglýst og haldið á lofti í byrjun janúar.

Seinni hluti mætingarátaksins fer í gang strax eftir páska og gildir til 15. maí.

Því miður tókst okkur ekki að taka myndir af öllum viðurkenningarhöfum, þjálfarar munu koma þeim til skila strax eftir páska.

http://www.throttur.net/aefingatimarimage9 IMG_20180321_133218 29473096_10156054759097527_7395371566982234112_n 29497110_10215140733329457_3574283521876819968_n 29495770_10215140548524837_2476457342346985472_n 29432338_10156054759207527_5930584210610847744_o 29497931_10215140552804944_5708535750027378688_n

 

 

PÁSKABINGÓ!!!

páskaegg 2Mánudaginn 26. mars fer fram hið árlega Páskabingó Þróttar.

Bingóið verður haldið í Tjarnarsal og hefst það fyrir yngri kynslóðina (15 ára og yngri) kl. 17:00. Síðan hefst Bingó fyrir eldri kynslóðina (16 ára og eldri) kl. 20:00. Bingóspjaldið kostar 500kr. Sjoppa á staðnum.

Mætum öll og styrkjum gott málefni.

 

páskaegg 2

 

 

Færslusafn