Gullaldarlið Þróttar unnu í vítaspyrnukeppni

34 11 1 10 27 20Gullaldarlið Þróttar eru Voga Cup meistarar 2016.

Föstudaginn 12. ágúst fór fram skemmtilegur leikur milli leikmanna Þróttar frá árunum 1998 – 2002 og Vonarstjarna félagsins (Drengir 15 – 18 ára )

Leikurinn fór 1-1 eftir að þeir gömlu komust yfir með marki frá Jón Þór strax í byrjun leiks. Emil jafnaði með fallegu skoti rétt fyrir hálfleik. Spilað var 2×25 mín. Ekkert var skorað í seinni hálfleik og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fór svo að ungu fóru á taugum á punktingum og klikkuðu af tveimur spyrnum og þeir gömlu skoruðu úr öllum sínum og þurftu ekki að taka fimmtu spyrnuna. Því er Gullaldarlið Þróttar Voga Cup meistarar 2016.

Dómari þessa leiks var Kiddi Þór.

Við þökkum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem mættu á völlinn og tóku þátt í þessari gleði með okkur. Sérstaklega skemmtilegt þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður fyrir leik. Hvort þetta verði árlegt (Vitum það ekki)

Takk fyrir góða samveru á föstudagskvöldið.

Ljósmyndari félagsins fær miklar þakkir fyrir þessar myndir og fyrir að hafa gefið sér tíma í þetta verkefni.

Strandarhlaup Þróttar fór vel fram

Sigurveigarar Strandarhlaupsins 2016.

Heildarúrslit 5 km karla og kvenna.

1 16:06 Arnar Pétursson 1991 ÍR/Garmin
2 16:14 Ingvar Hjartarson 1994 Fjölnir/Adidas/Garmin
3 17:33 Arnar Ragnarsson

1 20:17 Helga Guðný Elíasdóttir 1994 Fjölnir
2 23:20 Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir 1974
3 23:51 Daria Luczków 1986 Maratonka G.

Heildarúrslit 10 km karla og kvenna.

1 35:22 Hákon Hrafn Sigurðsson 1974 Þríkó hlaup
2 36:04 Sigurjón Ernir Sturluson 1990 Dansport/ Sportvörur
3 36:18 Þórólfur Þórsson 1976 ÍR / Adidas

1 43:49 Sigrún Sigurðardóttir 1979 Frískir Flóamenn
2 48:26 Guðlaug Sveinsdóttir
3 50:32 Hanna Rún Viðarsdóttir

Kæru hlauparar takk kærlega fyrir að koma og taka þátt í Strandarhlaupi Þróttar og sjáumst aftur á næsta ári. Munið að gefa okkur einkunn inná vinsælustu hlaupasíðu landsins. Við verðum að fá gagnrýni svo við getum gert betur á næsta ári.

Þökkum öllum þeim styrktaraðilum og sérstaklega Dansport/Hummel á Íslandi fyrir þeirra stuðning!

Sjálfboðaliðar sem sinntu brautargæslu og öðrum störfum. Takk kærlega fyrir aðstoðina. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

Myndir og myndbönd eru að finna frá hlaupinu inná facebooksíðu Strandarhlaupsins.

Kær kveðja, Þróttur Vogum.

046 049 050 056 011 017 030

Strandarhlaup Þróttar 13. ágúst.

Glæsilegir vinningar frá Dansport/Hummel verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki í báðum vegalengdum. Glæsileg útdráttarverðlaun, m.a. 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair.

Hlaupaleiðir
5 km hlaupið er ræst við Íþróttamiðstöðina. Hlaupið er út Stapaveg þar sem komið er inn á malarveg. Eftir 3 km er stuttur utanvegakafli uns komið er inn á göngustígakerfi þar sem hlaupið er með sjónum, umhverfis Vogatjörn og að Íþróttamiðstöðinni.
10 km hlaupið er ræst við Íþróttamiðstöðina og liggur um Vatnsleysustrandarveg. 3 km eru á gömlum malarslóða, síðan á Vatnsleysustrandarvegi í fallegu sveitaumhverfi. Að lokum er hlaupinn einfaldur hringur á göngustígum bæjarins að Íþróttamiðstöðinni.

Skráning
Skráning fer fram hér á hlaup.is. Athugið að skráningargjald hækkar á hlaupadegi og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig. Forskráning er til kl 22:00 föstudaginn 12. ágúst 2016. Skráning á keppnisdegi verður í íþróttahúsinu frá kl. 9 til 9:40 fyrir hlaup.

Þátttökugjald
Verð í forskráningu fyrir 5 km og 10 km hlaup er eftirfarandi:
2.000 kr. fyrir 18 ára og eldri (f. 1998 og fyrr)
1.500 kr. fyrir 17 ára og yngri (f. 1999 og síðar)
Þátttökugjald hækkar um 500 kr á keppnisdag. Hlaupagögn verða afhent í Íþróttahúsinu á hlaupdegi frá kl 9:00.

Almennar upplýsingar
Að hlaupi loknu gefst hlaupurum á að fara í gufu, sund eða nota heitu pottana í boði Sveitarfélagsins Voga.
Skipuleggjendur
Ungmennafélagið Þróttur stendur fyrir hlaupinu. Frekari upplýsingar fást hjá Marteini framkvæmdastjóra í síma 865-3722 eða throttur@throttur.net.

Vegalengdir
5 km og 10 km með tímatöku.
Staðsetning
Hlaupið verður ræst við íþróttahúsið í Vogum, Hafnargötu 17.4

160

Strandarhlaupið 2016 mynd

Það var góð ákvörðun hjá Petru þjálfara að taka æfingaleik við RKV.

þRÓTTUR 4. FL KVKÞað var í byrjun sumars sem lið Þróttar V í 4. flokki kvenna mætti liði RKV (sameiginlegt lið Reynir, Keflavík og Víðir) í æfingaleik. Eftir leik tóku þjálfarar spjall saman. Úr varð að við fengum boð um að koma og taka þátt í REY CUP með RKV.

Þróttur V og RKV gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 3. sæti eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni. Óskum við stelpunum innilega til hamingju með árangurinn.
Stelpurnar okkar taka einnig þátt í Íslandsmóti kvenna í 7. manna undir merkjum Þróttar. Þann 17. ágúst mæta þær Leikni, ÍA og Sindra á Leiknisvellinum í Breiðholti í lokaleikjum sínum í sumar. Hvetjum við alla Þróttara að loka sumrinu með þeim og fjölmenna í Breiðholtið.

Það vildi svo skemmtilega til að einn af ljósmyndurum félagsins var á svæðinu í Laugardalnum tók þessa fallegu mynd af bronsliðinu.

Staðan í 3. deild þegar hún er hálfnuð….

094Þróttarar eru í 6. sæti með 13. stig. Sigrar í fyrstu tveimur leikjunum gáfu okkur góð fyrirheit. Þrátt fyrir góða leiki og naum töp þá fékkst eitt stig af 15. mögulegum í næstu fimm leikjum. Strákarnir okkar eru komnir aftur á sigurbraut og hafa unnið tvo sigra í röð, báðir þessir sigrar komu á móti liðum sem eru fyrir ofan okkur á töflunni.

Við erum ekki nema 3. stigum frá liðinu í 3. sæti og 9. stigum frá fallsætinu. Getum vel við unað á þessum tímapunkti enda nóg eftir af mótinu.

Hilmar og Sindri eru einu leikmennirnir sem hafa spilað alla leikina til þessa. Mörkin 16 hafa tíu leikmenn skorað en Páll og Kristinn eru markahæðstir með 3. mörk hvor.

Núna þegar félagsskiptaglugginn er opinn þá reiknum við ekki með miklum breytingum og markmiðið verður að halda öllum sem fyrir eru.

Sölvi, Bjarki og Arnar Steinn yfirgefa okkur í byrjun ágúst vegna náms í Bandaríkunum. Það eru nokkrir leikmenn á láni og reiknað er með að þeir klári tímabilið hjá Þrótti nema eitthvað óvænt komi uppá. Það eru nú þegar sex leikmenn í meiðslum og flestir koma til baka á næstu dögum eða vikum. Svo má ekki gleyma gömlu brýnunum Magga og Davíð sem eru hættir en samt alltaf til taks ef það vantar uppá hjá okkur.

Góð mæting hefur verið á heimaleiki liðsins og næsti heimaleikur verður á bæjarhátíð okkar Vogabúa 13. ágúst.

Næsti leikur:

Þróttarar heimsækja Dalvík/Reynir á laugardaginn og fer leikurinn fram klukkan 14 á Dalvíkurvelli. Fyrri leik liðanna endaði með sigri Þróttar 3-0. Mörkin gerðu Raggi Val 2. og Dóri Hilmis.

Verður þetta síðasti leikur Þróttar fyrir verslunnarmannahelgina og hvetjum við alla Þróttara sem verða fyrir norðan að styðja strákana til sigurs.

Lokahóf meistaraflokks fer fram laugardaginn 17. september eða sama dag og við mætum liði Reynis í síðasta leik tímabilsins.

Myndirnir eru teknar á síðasta heimaleik Þróttar þegar Reynismenn heimsóttu okkur. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Þrótti. Kiddi og Kári með mörkin.

 

047075090

Þróttur Vogum hafnaði í 2. sæti á N1 á Akureyri.

Glæsilegur árangur hjá fimmta flokki karla á N1 mótinu á Akureyri.

Þróttur hafnuði í 2. sæti eftir tap á móti Breiðablik í úrslitaleik. Leikurinn var sýndur í beinni á sjónvarpsstöðinni sporttv. Við óskum liðinu innilega til hamingju með árangurinn. Liðið hafnaði í 2. sæti riðilsins. Eftir sigur í 8. liða og undanúrslitum mættu þeir Blikum í úrslitaleik. Tap 4-1 en geta farið frá verkefninu stoltir og 2. sæti af 29. liðum er frábær árangur.

Ljósmyndari félagsins var staddur á Akureyri þegar mótið fór fram. Þökkum honum fyrir sitt framlag. Einnig foreldrum og fararstjórum fyrir frábært starf.

314 19

Sara Björk Gunnarsdóttir kom í heimsókn á lokadegi knattspyrnuskólans.

Það vantaði ekki gleðina síðasta daginn í boltaskólanum. Sara Björk Gunnarsdóttir ein okkar fremsta knattspyrnukona landsins mætti á svæðið og spjallaði við krakkana.

Sara varð Svíþjóðarmeistari með Malmö í vor og en á dögunum skipti hún yfir til Wolfsburg og spilar í Þýskalandi á næsta tímabili.

Krakkarnir fengu öll áritað platgat af kvennalandsliðinu og auðvitað áritað af Söru Björk.
Knattspyrnuskólinn hefur verið í gangi alla vikuna. Allir verðlaunapening, boltamyndir og bol. Einnig var pizzaveisla í lokin.

Við þökkum Jóni Ásgeiri skólastjóra, Elvari og Emil fyrir þeirra þátttöku og einnig sérstakar þakkir til Söru sem gaf sér tíma til að koma í Vogana og spjalla við krakkana.

Kvennalandsliðið okkar mætir liði Skotlands á Laugardalsvelli 20. september nk. Við hvetjum alla að sjálfsögðu að mæta og styðja landsliðið okkar.

 

242210116206070

Þróttur Vogum leitar að yfirþjálfara…

Þróttur Vogum leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara fyrir barna og unglingastarf félagsins. Um 80 börn iðka knattspyrnu hjá Þrótti og félagið leitar eftir metnaðarfullum einstakling sem er tilbúin til að byggja starfsemi félagsins í knattspyrnu til framtíðar.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Íþróttafræðimenntun er kostur.

Áhugsamir sendi umsókn eigi síðar en 5. ágúst til Marteins, framkvæmdastjóra Þróttar Vogum –throttur@throttur.net , sími 892-6789.

Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september.

Allar umsóknir eru trúnaðarmál.

Yfir vetrartímann eru æfingar í Vogabæjarhöllinni (íþróttamiðstöð) og á sparkvelli Vogabúa sem staðsettur er við grunnsskólann, á sumrin er æft á félagssvæði Þróttara sem er Vogabæjarvöllur. Allir þjálfarar og aðstoðaþjálfarar vinna náið með yfirþjálfara sem hefur yfirumsjón með starfi yngri flokkana.

25

Orkumótið fór fram í 32. skipti í Vestmannaeyjum.

26 25 8 10 2 21Mótið er fyrir drengi í 6. flokki og Þróttur sendi lið til leiks í þriðja sinn.

Strákarnir stóðu sig vel og fóru heim með Háttvísis verðlaun KSÍ. Við óskum iðkendum og fulltrúum liðsins í Eyjum til hamingju. Voru drengirnir félaginu og Vogum til mikils sóma.

Fararstjórar og foreldrar sem fylgdu liðinu til Vestmannaeyja. Stórt TAKK til ykkar.

Ljósmyndari félagsins var með í för og tók nokkrar myndir tilefni dagsins. Ef foreldrar luma á góðum myndum þá má endilega senda okkur þær á netfangið throttur@throttur.net.

Fimmti flokkur karla fer í dag á N1 mótið Akureyri og við munum að sjálfssögðu leyfa vinum okkur á samfélagsmiðlunum að fylgjast með.

Júdódeildin í sumarfrí….

Lokahóf júdódeildar Þróttar fór fram í lok maí. Mikil fjölgun iðkenda hefur átt sér stað í vetur og farið hefur verið á fjölmörg mót. Það eru í kringum 20 krakkar sem æfa júdó hjá félaginu. Júdókapparnir slúttuðu vetrinum með innanfélagsmóti, allir voru sigurveigarar og fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna. Ekki skemmdi fyrir pizzaveislan í lokin.
Núna er judóstarfið komið í sumarhlé rétt eins og sunddeildin. En báðar þessar deildir eiga það sameinginlegt að veruleg fjölgun iðkenda átti sér stað í vetur og gaman að sjá einstaklingsgreinarnar blómsta svona mikið hjá félaginu. Júdóstarfið hefst aftur næsta haust samhliða skólanum og Arnar Már Jónsson verður áfram þjálfari deildarinnar.
Takk fyrir veturinn og sjáumst hress aftur næsta haust.júdó 4júdó 5JúdóæfingJúdó 3Júdó 2Júdó 12

Færslusafn