Félagsandinn sveif yfir vötnum þegar árlegt Páskabingó Þróttar fór fram fyrir fullu húsi.

Ungmennafélagið Þróttur þakkar öllu því frábæra fólki sem mætti og styrkti okkar frábæra starf með þátttöku í Páskabingói félagsins. Vogabúar, brottfluttir Vogabúar, foreldar, iðkendur, félagsmenn, fyrrum félagsmenn og aðrir Þróttarar. Frábær þátttaka bæði í dag og í kvöld, við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna.

Ef það er eitthvað sem þið teljið að mætti gera betur í tengslum við bingóið þá endilega sendið okkur póst. Eins ef við erum að gera þetta það vel að það sé óþarfi að breyta eða finna uppá einhverju nýju.(throttur@throttur.net)

Páskabingó UMFÞ er stór þáttur í páskahátíð okkar Vogabúa og hefur farið fram samfleytt sl. 45. árin og ávallt vel sótt. Fyrir það erum við ákaflega þakklát enda mikilvægur þáttur í okkar starfi.

Bingóstjórar kvöldsins voru Arnar Egill og Hlynur Freyr.
Við þökkum ljósmyndara félagsins kærlega fyrir sitt innlegg (Myndirnar)

Sjáumst hress á næsta ári….

Umfjöllun Víkurfrétta http://www.vf.is/mannlif/paskabingo-samfleytt-i-45-ar-i-vogum/74320

 

unnamed (5) unnamed unnamed (8) unnamed (1) unnamed (4)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Færslusafn