Þróttur – Vængirnir á föstudagskvöldið nk.

Þá heldur ævintýrið áfram hjá okkar ástkæra klúbbi.

Næsti andstæðingur er Vængir Júpíters og sitja þeir einir á toppi 3. deildar eftir 7. leiki.

Vængirnir eru skemmtilegt lið frá Grafarvogi og flestir leikmanna liðsins eiga leiki með Fjölni í efri deildum. Vængirnir spila heimaleiki sína í Egilshöllinni.

Við Þróttarar höfum litið vel út í undanförnu leikjum. Sitjum í 6. sætinu með 11. stig og með sigri þá getum við nartað í toppbaráttuna og því er til mikils að vinna fyrir bæði lið.

Leikur Þróttar og Vænja fer fram föstudaginn 30. júní á Vogabæjarvelli og hefst kl.20

Við minnum alla yngri iðkendur félagsins á „ykkur er velkomið að koma í 10. mín í búningsklefa meistaraflokks“ klefi opnar klukkutíma fyrir leik og fylgjast með undirbúningi liðsins. Foreldrar komið þessu til skila.

Áfram Þróttur í blíðu og stríðu.

 

_MG_0064

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Færslusafn