Stofnfiskur og Vogabær bjóða öllum á völlinn! FJÖLMENNUM OG STYÐJUM ÞRÓTTARA TIL SIGURS

Föstudaginn 14. júlí á Vogabæjarvelli kl. 20
Þróttur Vogum – Berserkir 

Þegar deildin er hálfnuð þá sitja Þróttarar í 5. sæti og ekki nema þremur stigum frá sætinu sem okkur langar að vera í 16. sept. Þriðja deildin er jöfn og sex efstu liðin eiga góða möguleika og má reikna með ótrúlegri spennu í haust.

Síðasti leikur Þróttar var á móti Reyni og endaði 2-3 og gefur góð fyrirheit fyrir næstu verkefni. Stuðningsmenn okkar fjölmenntu í Sandgerði og góð stemmning var á pöllunum.

Það er mikilvægt að Þróttarar og aðrir bæjarbúar mæti á völlinn og verði okkar tólfti maður. Berserkir eru með gott lið og eftir erfiða byrjun hafa þeir verið að safna stigum í undanförnum leikjum. Flestir leikmanna liðsins eiga feril að baki í efri deildum.

Við erum líka frábærir og verðum með okkar allra besta lið til taks á föstudaginn.

Allir á völlinn og áfram Þróttur!!!

Bt: Ársmiðahafar!

Kaffi og létt bakkelsi verður í boði fyrir ársmiðahafa frá kl.19:00 til 19:45 í félagsmiðstöð. Sýna þarf árskortið við inngang.

 

1 Vængir Júpiters 9 6 2 1 24  –  12 12 20
2 Kári 9 5 3 1 29  –    8 21 18
3 KFG 9 5 2 2 23  –  19 4 17
4 Einherji 9 5 2 2 12  –  10 2 17
5 Þróttur V. 9 4 3 2 15  –  12 3 15
6 KF 9 5 0 4 18  –  16 2 15
7 Ægir 9 1 4 4 14  –  18 -4 7
8 Dalvík/Reynir 9 2 1 6 11  –  20 -9 7
9 Berserkir 9 1 2 6 10  –  23 -13 5
10 Reynir S. 9 1 1 7   9  –  27 -18 4

 

19732210_1832451160404340_194756249118665567_n 19904941_1832451093737680_6079036556739143750_n 19884324_1832451677070955_4244385931142399546_n

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Færslusafn