Margrét Lilja Margeirsdóttir nýr sundþjálfari hjá Þrótti Vogum.

Sunddeild Þróttar hefur ráðið Margréti Lilju til starfa til að sjá um þjálfun sundhópa UMFÞ í vetur.

Bjóðum við Margréti hjartanlega velkomna til starfa.

Margrét Lilja æfði sjálf sund með Keflavík frá unga aldri og á seinni árum með afreksmannahópi ÍRB. Margrét æfði með landsliðinu á sínum tíma og þekkir því mjög vel til í sundhreyfingunni á Íslandi.

Margrét útskrifaðist árið 2015 með B.S.c í umhverfisskipulagi frá LBHÍ, í vor lauk Margrét námi í stjórnun í skipulagi. Samhliða sundþjálfun sinni í Vogum ætlar hún að stunda nám frá HÍ í skipulagsfræði. Margrét starfaði í sumar sem flugfreyja hjá WOW. Margrét sem er 25. ára er einnig menntuð sem kennari í jóga fyrir börn með ofvirkni og athyglisbresti.

Margrét Lilja mun hefja störf 1. september þegar starfsárið 2017/18 hefst hjá Þrótti.
Það er mikill metnaður fyrir komandi ári og með þessari ráðningu erum við að byggja ofan á það góða starf sem hefur verið að undaförnu hjá félaginu.

ÁFRAM ÞRÓTTUR ….

 

Margrét sundþjálfari.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Færslusafn