Lokahóf Þróttar.

Lokahóf Þróttar auglýsingKnattspyrnudeild Þróttar hefur haft þann sið síðustu árin að halda lokahóf sitt sama dag og síðasti leikur liðsins fer fram.

Lokaumferð 3. deildar karla.

Fyrir leikinn eru liðin á ólíkum slóðum. Eftir síðustu umferð varð það ljóst að nágrannar okkar í Reyni Sandgerði myndu falla úr 3. deildinni. Það er miður, en þeir munu stíga upp fljótt aftur, vitið til.

Við Þróttarar eigum hins vegar möguleika á því að tryggja okkur annað sætið í deildinni með hagstæðum úrslitum, en til þess þurfum við stuðning, allan þann stuðning sem í ykkur býr!
Mætingin í sumar hefur verið frábær, og gladdi marga að sjá hversu margir komu að styðja liðið okkar í Egilshöllinni um síðustu helgi. Byggjum ofan á það sem komið er, og bætum í.
Þetta er síðasti leikurinn í sumar, allt eða ekkert. Komum og styðjum okkar menn til sigurs!

ÁFRAM ÞRÓTTUR!

Kæru stuðningsmenn, þið hafið verið frábærir í allt sumar. Þið eigið skilið að skemmta ykkur. Hvar? Nú hvar annars staðar en með okkur..á
Lokahófi meistaraflokks Þróttar Vogum,
sem verður haldið Laugardaginn 16. September.

Húsið opnar kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00 – Fabrikkan sér um að elda ofan í okkur eins og Fabrikkan kann best.

Veislustjórn verður í öruggum höndum Eðvalds Atla Bjarnasonar.

Vignir Már Eiðsson mun lesa fyrir okkur óútgefin ljóð, samin af honum sjálfum ásamt því að halda uppi stuði.
Hallur Ásgeirsson marka- og félagsskiptakóngur mun grípa í gítarinn.

Árlega uppboðið verður á sínum stað – Vinningar ekki af verri endanum, það er víst.

Frábær verðlaunaafhending – veitt verða verðlaun fyrir besta leikmann, markahæsta, efnilegasta, besta stuðningsmanninn/konuna o.fl.

Verð 2.500 kr.
Miðasala: senda okkur skilaboð hér á Facebook, eða með því að hafa samband við Martein í síma 865-3722 eða á netfanginu: marteinn@throttur.net
(Fyrir Gull-, Silfur- og Platínumkorthafa er nóg að sýna kortin)

Sjáumst öll á laugardaginn og gerum okkur glaðan dag!

Áfram Þróttur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Færslusafn