Þróttur í 2. deild eftir glæstan sigur á Reyni

Þróttur Vogum vann sannfærandi sigur á Reyni Sandgerði á Vogabæjarvellinum í Vogum. Með sigrinum tryggði Þróttur sér sæti í 2. deild að ári og fengu afhent silfurverðlaun Knattspyrnusambands Íslands í leikslok. Reynismenn eru hins vegar fallnir úr þriðju deildinni.

Þróttur vann leikinn gegn Reyni með fimm mörkum gegn engu. Markaskorarar Þróttar voru þeir Marteinn Pétur Urbancic með mark á 4. mínútu, Shane Haleymeð mark á 11. mínútu, Garðar Benediktsson með mark á 72. mínútu, Tómas Ingi Urbancic með mark á 88. mínútu og Anton Ingi Sigurðarson með mark á 90. mínútu leiksins.

Mikið var fagnað í leikslok, flugeldum skotið á loft og sungið hástöfum, enda Þróttur Vogum að ná sínum besta árangri og tryggja sér sæti í 2. deild að ári.

 

http://www.vf.is/ithrottir/throttur-i-2-deild-eftir-glaestan-sigur-a-reyni/80798

 

http://fotbolti.net/news/17-09-2017/flugeldum-skotid-a-loft-thegar-throttur-v-komst-upp-i-2-deild

 

 

 

IMG_1306 sigri fagnað 1 Sigri fagnað

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Færslusafn