Penninn á loft hjá Þrótti Vogum

Marteinn Urbancic og Örn R. Magnússon hafa framlengt samningum sínum við knattspyrnufélagið Þrótt Vogum til tveggja ára. Báðir komu þeir til félagsins á síðasta ári og áttu þeir stóran hlut í því að liðið komst upp um deild síðasta sumar en þeir skoruðu báðir mikilvæg mörk með liðinu í lokaleikjum þriðju deildarinnar.

Ragnar Þór Gunnarsson kom til Þróttar í nóvember og í vikunni var skrifað undir tveggja ára samning við hann. Jordan Tyler er nýr leikmaður Þróttar Vogum en hann hingað til lands í byrjun árs, Jordan er með reynslu úr annari deildinni og hefur spilað með liði Hattar frá Egilsstöðum og KF.

Þróttarar frá Vogum bjóða Ragnar Þór og Jordan velkomna í Þróttara fjölskylduna27173711_10155640540600141_296980509423800109_o 27164682_10155640540830141_968414732660262367_o 27624878_10155640540990141_6414618975048965677_o

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Færslusafn