Íþróttamiðstöðin í kvöld / Farið verður yfir greiningar og úrræði til að fyrirbyggja meiðsli, hvernig greinum við hvað eru vaxtarverkir og hvað eru meiðsli svo eitthvað sé nefnt.
Kírópraktorar frá Kírópraktorstofu Íslands verða með athyglisverðan fyrirlestur með áherslu á stoðkerfið.
Kírópraktor skoðar, greinir og meðhöndlar stoðkerfisvandamál tengd hryggjarsúlu líkamans.
Farið verður yfir greiningar og úrræði til að fyrirbyggja meiðsli, hvernig greinum við hvað eru vaxtarverkir og hvað eru meiðsli svo eitthvað sé nefnt.
Verkir eru mikilvæg skilaboð frá líkamanum.
Fyrirlestur sem íþróttafólk á uppleið má ekki láta fram hjá sér fara.
Þar munu Jón Arnar Magnússon fyrrverandi tugþrautarkappi og Guðmundur Pálsson frá KPI fjalla um „íþróttaiðkun barna og unglinga. Hverju ber að fylgjast með ?
Fyrirlesturinn verður fyrir foreldra barna og þjálfara hjá Þrótti og hefst klukkan 19:00.
Skildu eftir svar