Við erum geggjað félag !

2018 var frábært ár 🎇🏆🥇

Barna og unglingastarfið hefst aftur mánudaginn 7 janúar samkvæmt tímatöflu 

Þróttarar tókust á við mörg krefjandi og skemmtileg verkefni árinu sem var að líða. Starfið í félaginu var að venju gott og öflugt.

Þróttur eignaðist íslandsmeistara á árinu í júdó.

Sundið er komið til að vera. Foreldrafélagið og aðrir foreldrar tóku á sig mikla vinnu sem skilaði sér í betra starfi.

Fjórði flokkur karla sendi lið til leiks í 11-manna bolta. Þróttur sendi lið til leiks í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu. Meistaraflokkur Þróttur í karla náði sínum besta árangri frá upphafi.

Félagskaffið á laugardögum hefur verið samfleytt í sex ár og er fyrir alla bæjarbúa. Þetta eflir bæjarhjartað í samfélaginu.

Vogaþrek Þróttar fyrir fólk á öllum aldri, það var góð hugmynd og heppnaðist vel.Við viljum taka þátt í heilsueflandi samfélagi.

Strandarhlaupið var á sínum stað og er frábær auglýsing fyrir félagið og sveitarfélagið.

Það er hægt að telja svo miklu meira upp … það fer í ársskýrslu 👁

Unnið hefur verið undanfarin misseri að undirbúa framtíð Þróttar og máta félagið við þær breytingar sem eru að verða á umhverfi félagsins og vegna fjölgun íbúa í Vogum mun hafa í för með sér, við teljum að félagið eigi mikla möguleika til að vaxa og eflast, sennilegast meiri en nokkru sinni. Til þess að þetta gerist verðum við þó öll sem eitt að vera óþreytandi að berjast fyrir hagsmunum félagsins og við þurfum að láta rödd okkar hljóma hátt og snjallt árið 2019 

Starfið í félaginu var að venju bæði gott og öflugt árið 2018. Að venju hefur mikið mætt á starfsfólki félagsins, stjórnarfólki í öllum deildum og öðrum sjálfboðaliðum.

Eitt af aðalmarkmiðum Þróttar á næstu árum verður að ná fram nauðsynlegum umbótum á aðstöðumálum félagsins, nú er svo komið að þau mál þola enga bið.

Á næstu mánuðum tökum við í gagnið nýja heimasíðu, við sama tilefni tökum við í gagnið Nora-kerfið. Þar geta foreldrar og iðkendur skráð sig rafrænt til leiks. Foreldrar og aðrir félagsmenn eiga eftir að finna fyrir breytingum til hins betra. Verður þetta mikið framfaraskref fyrir félagið.

Af þeim sökum biðjum við félagsmenn og aðra að sýna okkur biðlund og þolinmæði fyrstu tvo mánuði ársins þar sem mesta vinnan lendir á framkvæmdastjóra félagsins við verkefnið. Á sama tíma verða önnur verkefni sett í bið.

Gleðilegt ár Þróttarar nær og fjær.

Framtíðin er björt og áfram Þróttur !

Mynd frá Ungmennafélagið Þróttur Vogum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

Færslusafn