Nýlegar færslur

Samstarfsaðilar

nautilus_logo

Starfsárið 2014-2015

Bæklingur haust 2014

PÁSKABINGÓ

Mánudaginn 14. apríl verður hið árlega Páskabingó Þróttar.

Bingóið verður haldið í Tjarnarsal og hefst það fyrir yngri kynslóðina (12 ára og yngri) kl 18:00. Síðan hefst Bingó fyrir eldri kynslóðina (13 ára og eldri) kl 20:00. Bingóspjaldið mun kosta 400kr en þrjú spjöld saman á 1000kr.

Foreldrafélag Þróttar verður með sjoppu á staðnum.Mætum öll og styrkjum gott málefni.

Sjáumst

Páska

 

PÁSKAFRÍ

Síðasti dagur æfinga fyrir páska er þriðjudaginn 15. apríl. Æfingar hefjast svo að nýju samkvæmt töflu 22. apríl.

Foreldrar athugið

Foreldrafélagið

Aðalfundur foreldrafélags Þróttar

Aðalfundur foreldrafélags

Svava Arnardóttir áfram formaður Þróttar

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar var haldinn í félagsmiðstöðinni síðast liðið fimmtudagskvöld. Farið var yfir skýrslu stjórnar, ársreikningur lagður fram til samþykktar og kosið í stjórn. Svava Arnardóttir bauð sig aftur fram til formanns og var það samþykkt samhljóða. Íris Pétursdóttir og Guðmann Rúnar Lúðvíksson eru einnig áfram í stjórn. Ekki tókst að manna stjórn að fullu annað árið í röð og var stjórnarmeðlimum falið það verkefni að finna áhugasama einstaklinga til þess að vinna með stjórninni. Þrátt fyrir fámenna stjórn hefur stjórnin ásamt framkvæmdastjóra unnið vel saman.

Umræður hafa verið málefnalegar á stjórnarfundum og er starfsandinn þar mjög góður. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, forfallaðist á síðustu stundu en fundurinn var ágætlega sóttur og voru umræður málefnalegar. Metnaðarfullt starf er unnið í öllum deildum, fjöldi barna og unglinga leggja stund á íþróttir hjá okkur, eina eða fleiri. Iðkendur Þróttar í barna- og unglingadeild eru tæplega 130 talsins. Fjórar deildir eru reknar, júdó, sund, körfubolti og knattspyrna. Einnig stendur félagið fyrir íþróttaskóla fyrir yngstu krílin einu sinni í viku. Fundargestir voru almennt jákvæðir og voru þeir einróma sammála því að stjórn Þróttar væri að gera góða hluti og ætti að vera sátt við starfsárið 2013.

Aðalfundur

Aðalfundur  Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn í félagsmiðstöðinni í Vogunum þriðjudaginn 4. mars og hefst kl 20:00.

 

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
-Kosinn verður fundarstjóri og fundarritari
-Skýrsla stjórnar
-Reikningar félagsins
-Kosning stjórnar
-Önnur mál

 

Kveðja,

Stjórn Þróttar

Minnum ykkur á frístundakort Sveitarfélagsins Voga!

Umsóknarfrestur frístundastyrks vegna vorannar 2014 er 15. febrúar.
Greitt verður 1. mars.

 

Kvittun fyrir greiðslu fæst hjá framkvæmdastjóra Þróttar.  Skila þarf kvittuninni og sækja um styrkinn á sérstökum eyðublöðum hjá Sveitarfélaginu.

 

Nýárskveðja

2014_fireworksGleðilegt nýtt ár kæru Þróttarar og takk fyrir árið sem var að líða. Í upphafi nýs árs er gjarnan staldrað við og litið til baka. Þegar ég lít til baka og horfi á starfið í deildunum hjá okkur fyllist ég stolti. Metnaðarfullt starf er unnið í öllum deildum, fjöldi barna og unglinga leggja stund á íþróttir hjá okkur, eina eða fleiri. Að hvetja börn og unglinga til að stunda íþróttir og hlúa að þeim svo þeim sé það mögulegt er ekki bara einhver besta uppeldisaðferð sem til er heldur hefur það einnig mikið forvarnargildi. Þá má ekki gera lítið úr félagslega þættinum. Margir eignast sína bestu vini í gegnum íþróttaiðkun og það að stunda íþróttir í hóp eða að æfa sem einstaklingur með öðrum er bæði þroskandi og gefandi.

 

Látum eitt af áramótaheitum okkar vera að efla félagsstarf meðal almennra félagsmanna. Sem dæmi má nefna félagskaffi meistaraflokks Þróttar sem er frábært framtak. Við skulum muna að ,, Maður er manns gaman”.

 

Að lokum vil ég senda sérstakar þakkir til okkar helstu styrktaraðila.

 

Lítum björtum augum á nýbyrjað ár.

 

Við erum eitt, við erum Þróttur!

 

Kveðja,
Tinna Hallgríms
Framkvæmdastjóri Þróttar Vogum

Jóladagatöl

Kæru foreldrar iðkenda hjá Þrótti,
Stjórn Þróttar ásamt foreldrafélagi Þróttar ætla í sameiningu að gefa iðkendum félagsins jóladagatal. Þetta var gert í fyrsta skipti í fyrra við mjög góðar undirtektir og ætlum við því að gera slíkt hið sama í ár.
Dagatölin verða afhent í lok næstu viku. Nánari upplýsingar um afhendingu dagatalanna verða auglýstar í byrjun næstu viku.
Jólin