Högni spilar með Þrótti V, í sumar.

Knattspyrnudeild Þróttar Vogum og Högni Madsen hafa náð samkomulagi um að Högni leiki með Þrótti Vogum á næstu leiktíð.  Högni Madsen, sem er 32 ára, er frá Færeyjum og lék síðast með Fram í Inkasso-deildinni, þar á undan með B36 frá Þórshöfn.  Hann á 3  A-landsleiki fyrir Færeyjar og hafði  allan sinn feril leikið í heimalandinu áður en hann fór í Fram. Högni getur bæði spilað miðvörð og miðju. Högni kemur til landsins strax í janúar.

Það er knattspyrnudeild Þróttar mikil ánægja að fá þennan geðþekka færeying til félagsins fyrir komandi átök.

Knattspyrnudeild Þróttar Vogum.

 

Högni-M

 

 

Stofnfundur foreldrafélags….

Við ætlum að endurvekja foreldrafélag Þróttar eftir tveggja ára dvala.

Stofnfundur foreldrafélags UMFÞ fer fram fimmtudaginn 30. nóvember kl. 19:00 í Vogabæjarhöllinni.

Við auglýstum á dögunum eftir fólki til að taka við þessu verkefni og nú þegar hafa fimm manns boðið sig fram í verkefnið sem er mjög svo ánægjulegt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Eitt að helstu markmiðum foreldrafélags verður að gera gott félag betra, hlúa að yngri iðkendum og fjármagna íþróttamót.

Sjáumst hress.

Frí hjá starfsmanni UMFÞ.

Starfsmaður UMFÞ er í fríi frá 21. nóvember til  28. nóvember.

Allar upplýsingar eru að finna inná heimasíðu Þróttar varðandi skráningar og æfingatíma. Annars er alltaf hægt að setja sig í samband við formann UMFÞ ef erindið er brýnt.

Öllum tölvupósti verður svarað fyrir 1. desember.

Kveðja, skrifstofa UMFÞ

Aðrar upplýsingar:

Þjálfarar félagsins láta afgreiðslu í öllum tilfellum vita ef æfingar falla niður eða breytingar á æfingatíma.

Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar: Vinsamlegast hafið beint samband við þjálfara ef einhverjar spurningar vakna varðandi æfingartíma eða annað er óljóst varðandi viðkomandi flokk.

Jólafrí í öllum greinum hefst 18. desember. Æfingar hefjast aftur 5. janúar

Páskafrí í öllum greinum hefst 22. mars og æfingar hefjast aftur 4. apríl.

Sumarfrí í knattspyrnu hefst 26. júlí og æfingar hefjast aftur 8. ágúst.

Muna grúppusíður á fb. Aðeins fyrir foreldra iðkendur Þróttar.

Heimasíða Þróttar www.throttur.net
Kynnið ykkur foreldrahandbók Þróttar. Allar upplýsingar.

Þróttur í Faxa árið 1993…

Það vantaði ekki kraftinn í okkar fólk 25. árum þegar félagið fagnaði 60. ára afmæli.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5188315

Gerum gott félag betra og hlúum betur að iðkendum Þróttar.

Frá byrjun árs 2016 hefur ekkert foreldrafélag verið starfandi hjá Þrótti.

Þrátt fyrir það hefur Þróttur óskað eftir sjálfboðaliðum til að endurvekja félagið.

Því miður hefur verið fátt um svör og ætlum við að gera betur í þeim efnum og hefur starfsmanni félagsins verið falið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að endurvekja félagið og hvetja foreldra til að taka verkefnið að sér.

Hafir þú foreldri góður áhuga á þessu verkefni, endilega settu þig í samband við okkur.
Sími: 892-6789 throttur@throttur.net
Við stefnum á aðalfund 30. nóvember nk. Fundurinn verður auglýstur inná öllum grúppusíðum Þróttar og heimasíðu þegar nær dregur.

Er barnið þitt að æfa íþróttir hjá Þrótti og þú ert að leita að fb-grúppunni ???

Grúppusíður á FB

 „foreldrahandbók umfþ. Eingöngu fyrir þjálfara og foreldra. Notaðar í þeim tilgangi að miðla upplýsingum á milli þeirra sem hafa aðgang að síðunni.
Áður en þú setur eitthvað neikvætt á vegginn, heyrðu fyrst í þjálfara. Neikvæð áhrif hafa áhrif á aðra í hópnum“
(Forsenda þess að fá inngöngu inná grúppusíður er að skráning iðkanda liggur fyrir)

Sund:

https://www.facebook.com/groups/225635420896072/

Júdó:

https://www.facebook.com/groups/1002030883146106/

Knattspyrna:

8. fl

https://www.facebook.com/groups/516946578332978/

7. fl

https://www.facebook.com/groups/550558318478806/

6. fl karla

https://www.facebook.com/groups/372475799494762/

6. fl kvenna

https://www.facebook.com/groups/327218470693281/

5. fl karla

https://www.facebook.com/groups/344342632406360/

4. fl karla

https://www.facebook.com/groups/1639493629644983/

 

Það eru í kringum 20. krakkar sem æfa júdó hjá Þrótti Vogum.

Krakkarnir okkar fóru í æfingabúðir um helgina í Grindavík.

Góður matur, bíó, æfingar og samverustundir með öflugum júdódeildum. Miklar þakkir til allra foreldra og til Arnars fyrir frábært starf.

ÞAÐ ER GOTT og hollt AÐ VERA ÞRÓTTARI…..

 

Júdódeild Þróttar.

Úlfur Blandon

Úlfur Blandon hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum í knattspyrnu.
Hann tekur við af Brynjari Gestssyni sem hætti á dögunum. Úlfur skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Úlfur er 38 ára gamall og var þjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu árið 2016 og kom liðinu upp í Inkasso-deildina eftir eins árs dvöl í 2. deildinni, árið 2015 var Úlfar aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fram. Síðastliðið sumar þjálfaði hann meistaraflokk Vals í kvennaknattspyrnu og enduðu Valskonur í 3. sæti Pepsi-deildarinnar, sigruðu Lengjubikarinn og urðu Reykjavíkurmeistarar.
Úlfur er með UEFA-A þjálfaragráðu.
Þróttur Vogum spilar í fyrsta sinn í 2. deild á næsta ári eftir að hafa lent í 2. sæti 3. deildar í ár

 

úlfur og Frikki

Hægt að prófa æfingar í knattspyrnu út vikuna og þjálfaralisti Þróttar.

Æfingatafla yngriflokka liggur fyrir: Smella á viðkomandi greinar og þá er hægt að kynna sér hvenær æfingar fara fram.

Varðandi skráningar, þá er hægt að smella í eldri frétt hér að neðan og prenta út skráningarblað. Einnig er að finna skráningarblað í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar/Vogabæjarhallar.

Þjálfaralisti Þróttar starfsárið 2017-18
Grein/Flokkur Þjálfari Sími Annað

8, flokkur Helga Sif 695-7006
7, flokkur Elvar 690-2803
6, flokkur Elvar 690-2803
5, flokkur Elvar 690-2803
4, flokkur Marteinn 892-6789
Badminton Hróar 869-1090
Íþróttaskóli á laugardögum Bryndís og Díana 697-6476/ 8464840

Júdó Arnar 770-0443

Starfsmaður Þróttar Marteinn 892-6789 SKRIFSTOFA UMFÞ

Sund Margrét Lilja 854-7907

Þjálfarar félagsins láta afgreiðslu í öllum tilfellum vita ef æfingar falla niður eða breytingar á æfingatíma.
Vinsamlegast hafið beint samband við þjálfara ef einhverjar spurningar vakna varðandi æfingartíma eða annað er óljóst varðandi viðkomandi flokk.
Jólafrí í öllum greinum hefst 18. desember. Æfingar hefjast aftur 5. janúar
Páskafrí í öllum greinum hefst 22. mars og æfingar hefjast aftur 4. apríl.
Sumarfrí í knattspyrnu hefst 26. júlí og æfingar hefjast aftur 8. ágúst.

Muna grúppusíður á fb. Aðeins fyrir foreldra iðkendur Þróttar.
Heimasíða Þróttar www.throttur.net
Kynnið ykkur foreldrahandbók Þróttar. Allar upplýsingar.

Þróttur í 2. deild eftir glæstan sigur á Reyni

Þróttur Vogum vann sannfærandi sigur á Reyni Sandgerði á Vogabæjarvellinum í Vogum. Með sigrinum tryggði Þróttur sér sæti í 2. deild að ári og fengu afhent silfurverðlaun Knattspyrnusambands Íslands í leikslok. Reynismenn eru hins vegar fallnir úr þriðju deildinni.

Þróttur vann leikinn gegn Reyni með fimm mörkum gegn engu. Markaskorarar Þróttar voru þeir Marteinn Pétur Urbancic með mark á 4. mínútu, Shane Haleymeð mark á 11. mínútu, Garðar Benediktsson með mark á 72. mínútu, Tómas Ingi Urbancic með mark á 88. mínútu og Anton Ingi Sigurðarson með mark á 90. mínútu leiksins.

Mikið var fagnað í leikslok, flugeldum skotið á loft og sungið hástöfum, enda Þróttur Vogum að ná sínum besta árangri og tryggja sér sæti í 2. deild að ári.

 

http://www.vf.is/ithrottir/throttur-i-2-deild-eftir-glaestan-sigur-a-reyni/80798

 

http://fotbolti.net/news/17-09-2017/flugeldum-skotid-a-loft-thegar-throttur-v-komst-upp-i-2-deild

 

 

 

IMG_1306 sigri fagnað 1 Sigri fagnað

Færslusafn