Þróttarar á flugi….

Meistaraflokkur Þróttar tapaði síðast leik 10. júní á Ólafsfirði fyrir KF og hafa verið á miklu flugi undanfarnar vikur í 3. deildinni. Þróttarar eru komnir í toppbaráttu með 18. stig og ekki nema 3. stig í toppinn eftir góða sigra að undanförnu.

Strákarnir heimsækja næst lið Einherja á Vopnafjörð og fer leikurinn fram laugardaginn 22. júlí og hefst klukkan 14.

Við hvetjum Steina Ágústs og aðra góða Þróttara sem búa fyrir austan að fjölmenna á leikinn og styðja strákana til sigurs.

 

Meistaraflokkur

Stofnfiskur og Vogabær bjóða öllum á völlinn! FJÖLMENNUM OG STYÐJUM ÞRÓTTARA TIL SIGURS

Föstudaginn 14. júlí á Vogabæjarvelli kl. 20
Þróttur Vogum – Berserkir 

Þegar deildin er hálfnuð þá sitja Þróttarar í 5. sæti og ekki nema þremur stigum frá sætinu sem okkur langar að vera í 16. sept. Þriðja deildin er jöfn og sex efstu liðin eiga góða möguleika og má reikna með ótrúlegri spennu í haust.

Síðasti leikur Þróttar var á móti Reyni og endaði 2-3 og gefur góð fyrirheit fyrir næstu verkefni. Stuðningsmenn okkar fjölmenntu í Sandgerði og góð stemmning var á pöllunum.

Það er mikilvægt að Þróttarar og aðrir bæjarbúar mæti á völlinn og verði okkar tólfti maður. Berserkir eru með gott lið og eftir erfiða byrjun hafa þeir verið að safna stigum í undanförnum leikjum. Flestir leikmanna liðsins eiga feril að baki í efri deildum.

Við erum líka frábærir og verðum með okkar allra besta lið til taks á föstudaginn.

Allir á völlinn og áfram Þróttur!!!

Bt: Ársmiðahafar!

Kaffi og létt bakkelsi verður í boði fyrir ársmiðahafa frá kl.19:00 til 19:45 í félagsmiðstöð. Sýna þarf árskortið við inngang.

 

1 Vængir Júpiters 9 6 2 1 24  –  12 12 20
2 Kári 9 5 3 1 29  –    8 21 18
3 KFG 9 5 2 2 23  –  19 4 17
4 Einherji 9 5 2 2 12  –  10 2 17
5 Þróttur V. 9 4 3 2 15  –  12 3 15
6 KF 9 5 0 4 18  –  16 2 15
7 Ægir 9 1 4 4 14  –  18 -4 7
8 Dalvík/Reynir 9 2 1 6 11  –  20 -9 7
9 Berserkir 9 1 2 6 10  –  23 -13 5
10 Reynir S. 9 1 1 7   9  –  27 -18 4

 

19732210_1832451160404340_194756249118665567_n 19904941_1832451093737680_6079036556739143750_n 19884324_1832451677070955_4244385931142399546_n

Líf og fjör hjá Vonarstjörnum Þróttar (Myndaveisla frá Eyjum, Akranesi og Akureyri)

7. flokkur tók þátt í Norðurálsmótinu á Akranesi.
6. flokkur tók þátt í Orkumótinu í Eyjum.
5. flokkur tók þátt í N1 mótinu á Akureyri.

Án foreldra og sjálfboðaliða þá væri ekki hægt að taka þátt í þessum frábæru mótum sem eru í boði fyrir æsku þessa lands. Það er hollt að vera hluti í Þróttarafjölskyldunni á þessum aldri og þarna verða til frábærar bernskuminningar.

Fararstjórar og aðrir foreldrar fá miklar og góðar þakkir fyrir gott samstarf og frábært starf síðustu vikurnar. Einnig fær Elvar Freyr þjálfari 5, 6, og 7. flokks þakkir fyrir frábært starf.
Það vantar ekki Þróttinn í allt þetta góða fólk sem skilaði þessari gleði til strákana.
(Það koma inn fleiri myndir á næstu dögum)

Næst eru það stelpurnar okkar sem taka þátt í Símamótinu. „Fylgist með“

 

19904452_10212902599657514_930616223_n 19858853_797252143783074_1771906602_n 19420388_10213322385484210_2257381772238101923_n 19621505_10212820300120077_906377770_n 19884502_10212915696224920_2706646516439480117_n 19433437_10212746268229326_2087680385_n

Viltu hafa áhrif á sundið hjá UMFÞ starfsárið 2017 – 2018 ???

Ungmennafélagið Þróttur auglýsir eftir sundþjálfara fyrir tvo af yngri hópum félagsins fyrir n.k. vetur. Krakkarnir eru á aldrinum 6 – 12 ára. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúinn að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september 2017. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að sækja sundmót með hópunum. Reynsla af sundþjálfun og þátttaka í sundi og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.
Umsóknarfrestur er til 25. júlí. Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra, Marteinn Ægisson í síma 892-6789 eða á netfangið throttur@throttur.net
 
Það æfa 30. börn sund hjá Þrótti í dag og hefur verið mikill uppgangur hjá félaginu síðustu árin. 
 
Það tekur ekki nema 8. mín akstur frá Reykjanesbæ í Voga og 20. mín frá höfuðborgarsvæðinu. 

 
3
1

Þróttarar skemmtu sér vel á Norðurálsmótinu.

Árlegt Norðurálsmót ÍA fór fram á Skipaskaga. Þrátt fyrir bleytu og smá vind þá lagaðist það á laugardegi og varð ennþá betra á sunnudegi.

Ljósmyndari félagsins var á svæðinu og smellti í nokkrar myndir.

Fararstjórar og aðrir foreldrar eiga hrós skilið fyrir frábært starf og góða samvinnu.
Fyrsta stóra sumarmót drengjanna og verður gaman að fylgjast með þessum ungu Þrótturum í framtíðinni.

Þjálfari 7. flokks er Elvar Freyr.

 

9 14 1 6 8

Þróttur – Vængirnir á föstudagskvöldið nk.

Þá heldur ævintýrið áfram hjá okkar ástkæra klúbbi.

Næsti andstæðingur er Vængir Júpíters og sitja þeir einir á toppi 3. deildar eftir 7. leiki.

Vængirnir eru skemmtilegt lið frá Grafarvogi og flestir leikmanna liðsins eiga leiki með Fjölni í efri deildum. Vængirnir spila heimaleiki sína í Egilshöllinni.

Við Þróttarar höfum litið vel út í undanförnu leikjum. Sitjum í 6. sætinu með 11. stig og með sigri þá getum við nartað í toppbaráttuna og því er til mikils að vinna fyrir bæði lið.

Leikur Þróttar og Vænja fer fram föstudaginn 30. júní á Vogabæjarvelli og hefst kl.20

Við minnum alla yngri iðkendur félagsins á „ykkur er velkomið að koma í 10. mín í búningsklefa meistaraflokks“ klefi opnar klukkutíma fyrir leik og fylgjast með undirbúningi liðsins. Foreldrar komið þessu til skila.

Áfram Þróttur í blíðu og stríðu.

 

_MG_0064

Viltu prófa fótbolta hjá Þrótti Vogum??

Daganna 12. júní til 23. júní geta allir prófað.

http://www.throttur.net/aefingatimar

2

25

Æfingatafla yngriflokka í knattspyrnu á Vogabæjarvelli tekur gildi föstudaginn 9. júní.

Daganna 12. júní til 23. júní geta allir sem ekki æfa knattspyrnu komið og prófað.

Hlökkum til að sjá ykkur!!!

 

12009638_872390459505571_7932540113063250829_n

Vegna skráningar á námskeið yfir hvítasunnu…

Knattspyrnuskóli eða sundnámskeið.

Ef málið varðar skráningu í boltaskóla þá verður öllum tölvupóstum svarað þriðjudaginn 6. júní og krafa send í heimabanka sama dag. Muna setja kennitölu greiðanda (forráðamanns) og kennitölu þátttakanda) Allar upplýsingar inná heimasíðu Þróttar.

Liggi fyrir skráning frá forráðamanni í tölvupósti daganna 4. júní, 5. júní eða 6. júní. Þá er í lagi að senda barn til leiks þriðjudaginn 6. júní þrátt fyrir að staðfesting frá Þrótti hefur ekki borist til forráðamanna.

Sundnámskeiðið er að fyllast og ekki nema tvö sæti laus. Reikna má að ekki sé hægt að hleypa öllum að sem skrá sig 4, 5, eða 6. júní. Öllum tölvupóstum varðandi sundnámskeið verður svarað eftir hádegi á þriðjudaginn. Throttur@throttur.net

Kveðja, Marteinn.

Sundnámskeið fyrir börn !

Lýsing á námskeiði:

Eins og undanfarin ár mun Þróttur bjóða upp á sundnámskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 6. júní og verður til 23. júní (3 vikur). Markmiðið er að börn aðlagist vatni, finni fyrir öryggi í vatninu og einnig verður farið í helstu sundtök. Námskeiðið kostar 6.000kr og er það Rebekka Magnúsdóttir sundþjálfari sem verður með námskeiðið.

Námskeið fyrir:
Börn fædd 2011 og 2012

ATHUGIÐ: Námskeiðin fara eingöngu fram ef næg þátttaka næst.
Skráning á netfangið throttur@throttur.net (Muna hafa kennitölu forráðamanns og reikningur verður sendur í heimabanka)

Kennsludagar: Klukkan 17:30 -18:10
Þri 6. jún
Fö 9. jún
Mið 14. jún
Fim 15. jún
Mán 19. jún
Fö 23. jún

 

sundnám

Færslusafn